Lokusjúkdómar:

Þrengsli eða lekar geta orðið í öllum fjórum lokum hjartans en algengustu lokusjúkdómar í fullorðnum eru þrengsli eða leki í ósæðarlokunni. Einnig er algengt að lokan á milli vinstri hjartahólfanna (miturlokan) verði óþétt.

 

Ef leki verður í ósæðar- eða miturloku getur það með tímanum leitt til skertrar starfshæfni hjartans og hjartabilunar með vaxandi mæði. Algengustu einkenni þrengsla í ósæðarlokunni eru brjóstverkir, yfirlið eða mæði.

 

Þegar slík einkenni hafa komið til sögunnar þarf oftast að framkvæma hjartaaðgerð þar sem skipt er um loku og þurfa þá margir sjúklinganna að vera á blóðþynningarlyfjum ævilangt.

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *