Mismunandi fituinnihald og orka í fæðutegundum

1. Það er u.þ.b. tíu sinnum meiri orka í súkkulaði en í fæðu eins og gulrót eða epli.

2. Það er u.þ.b. tíu sinnum meiri orka í osti en í grænmetisáleggi eins og tómötum, gúrkum eða papriku.

3. Soðnar kartöflur innihalda ekki fitu, en 100 gr. af kartöfluflögum innihalda u.þ.b. 30 gr. af fitu.

 

4. Einstaklingur sem borðar fjórar brauðsneiðar á dag, 250 daga ársins, og notar algengt magn (8gr.) af smjöri eða öðru feitu viðbiti á hverja brauðsneið, borðar þannig 8 kg af viðbiti, sem gefur 72.000 hitaeiningar (kcal). Með því að nota helmingi minna viðbit (4gr.) á hverja brauðsneið, minnkar fitan um 4 kg eða sem svarar 36.000 hitaeiningum.

 

5. Einstaklingur sem drekkur hálfan lítra af nýmjólk á dag, 250 daga ársins, borðar þannig tæp 5 kg af mjólkurfitu, sem gefur u.þ.b. 44.000 hitaeiningar.

Með því að drekka léttmjólk í stað nýmjólkur, verður mjólkurfitan tæp 2 kg og orkan sem hún gefur u.þ.b. 17.000 hitaeiningar, þ.e. minnkun um 27.000 hitaeiningar.

 

6. Ef dregið er saman það sem fram kemur í 4. og 5. tölulið, gæti sá einstaklingur sem notar mikið viðbit og drekkur nýmjólk, minnkað fituna í sínu fæði um 7 kg á ári með því að minnka viðbitið og drekka fituminni mjólk. Sjö kíló af fitu gefa 63.000 hitaeiningar, sem samsvarar þeirri orku sem er í 9 kg af fituvef í mannslíkamanum.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *