Neyðarbíll – hjartabíll

Sjúkrabíll

Slökkviliðin annast sjúkraflutninga fyrir meginþorra landsmanna á sérútbúnum sjúkrabílum sem flestir eru í eigu Rauða kross Íslands. Þeir eru mannaðir þjálfuðum sjúkraflutningamönnum.

 

SjúkrabíllMiðstöð sjúkraflugs er á Akureyri og þar er sérútbúin sjúkraflugvél en auk þess eru þyrlur Landhelgisgæslu Íslands kallaðar til ef flytja þarf bráðveikt og mikið slasað fólk um langan veg af landi og sjó. Mikil áhersla hefur verið lögð á það á undanförnum áratugum að auka menntun og hæfni sjúkraflutningamanna og stytta viðbragðstíma.

 

Slökkviliðin og fleiri annast sjúkraflutningana samkvæmt samningi við heilbrigðisráðuneytið.

 

Sjúkraflutningar eru langflestir á höfuðborgarsvæðinu, vel á þriðja tug þúsunda ár hvert. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur yfir að ráða tólf sjúkrabílum sem staðsettir eru á fjórum stöðvum liðsins; í Skógarhlíð, á Tunguhálsi og Reykjaví kurflugvelli í Reykjavík og við Skútahraun í Hafnarfirði. Tveir menntaðir sjúkraflutningamenn eru ævinlega í áhöfn og

hefur fjöldi sjúkraflutningamanna liðsins að baki háskólanám í bráðatækni.

 

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins starfrækir að auki svonefndan neyðarbíl í samstarfi við Landspítala – háskólasjúkrahús, sem mannaður er sjúkraflutningamanni og lækni frá sjúkrahúsinu. Neyðarbíllinn flytur yfirleitt ekki fólk en er sendur á vettvang þegar um alvarleg slys og veikindi er að ræða. Neyðarbíllinn er enn betur búinn en aðrir sjúkrabílar og samvinna lækna og sjúkraflutningamanna í áhöfn hans eykur verulega líkur á að fólk lifi af hjartastopp og önnur bráð veikindi.

 

Mikilvægt er að allir þekki neyðarnúmerið 112 og kunni grunnendurlífgun því vitað er að endurlífgunartilraunir nærstaddra vitna að hjartastoppi áður en önnur aðstoð berst geta bjargað mannslífum.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *