Þegar um er að ræða gáttatif (atrial fibrillation) eða gáttaflökt (atrial flutter) getur verið ákjósanlegt að gefa rafstuð til þessa að leiðrétta hjartasláttaróregluna. Yfirleitt þurfa sjúklingar þá að vera á blóðþynningu í ákveðinn tíma fyrir og eftir rafstuðsmeðferðina til að hindra blóðsegamyndun. Rafvending er einföld og fljótleg meðferð framkvæmd í stuttri og léttri svæfingu.