Þrjú stig endurhæfingar

Endurhæfing fyrir hjartasjúklinga felst bæði í þjálfun og fræðslu og hefur verið í nokkuð föstum skorðum um alllangt skeið hér á landi.

Hjartaendurhæfingunni er gjarnan skipt í þrjú stig: Stig I er á meðan sjúklingur er ennþá inniliggjandi. Stig II er eftir að sjúklingur hefur útskrifast af spítala, byrjar með grunnþjálfun fyrstu vikurnar en fer síðan yfir í þolþjálfun. Hvenær þolþjálfunin hefst ræðst bæði af eðli og alvarleika hjartasjúkdómsins sem og því hvert inngripið hefur verið. Stig III er síðan viðhaldsþjálfun sem æskilegt er að stunda ævilangt.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *