Valgeir fyrsti

Valgeir fyrsti

Þegar samtökin stóð fyrir merkjasölu árið 2000 afhenti Valgeir læknunum Herði Alfreðssyni og Þórarni Arnórssyni fyrstu merkin en þeir önnuðust uppskurðinn á Valgeiri á Landspítalanum 14. júní 1986.

 

Valgeir fyrstiFyrsta kransæðaskurðaðgerðin sem gerð var hér á landi var framkvæmd á Landspítalanum 14. júní 1986. Sá sem lagðist undir hnífinn þar heitir Valgeir G. Vilhjálmsson. Hann skýrði frá þessari upplifun í viðtali við DV í júní 1991.

 

 

Valgeir var búinn að finna fyrir hjartabilun alllengi áður en hann fór í uppskurð, en þá voru þrjár kransæðar stíflaðar. „Það var ágæt tilfinning að vera fyrstur," sagði Valgeir. „Ég var farinn að hlakka til að losna við þessi óþægindi og bar fullt traust til læknanna.

 

Valgeir var um 6 tíma á skurðarborðinu og um 20 manns voru á stofunni þegar hann var skorinn. „Ég féll svolítið saman andlega í byrjun, en það var búið að vara mig við því að það væri alveg eðlilegt. Ég var um mánuð að jafna mig og fór heim af spítalanum 9. júlí." Eftir það var ég fljótur að ná mér á strik og læknirinn sagði við mig þegar ég var útskrifaður af spítalanum að ég yrði farinn að ganga á fjöll eftir mánuð. Og sú varð raunin því mánuði seinna gekk ég á Trölladyngju og daginn eftir gekk á ég Grindaskörð.

 

Strax eftir að ég kom heim fór ég að þjálfa mig með því að ganga þrisvar til fjórum sinnum á dag í tíu mínútur." Síðar í viðtalinu segir Valgeir: „Innan  hálfs árs var ég farinn að vinna og gat komist aftur út í þjóðfélagið. Það er góð tilfinning að geta aftur séð fyrir sér og sínum. Í fáum orðum var þetta gerbreyting fyrir mig."

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *