Landssamtök hjartasjúklinga voru stofnuð 8. október 1983. Stofnfélagar voru 230, flestir hjartasjúklingar, vandamenn þeirra og velunnarar, en einnig voru þar læknar og hjúkrunarfólk.
- Að sameina félagsmenn til baráttu fyrir hagsmunamálum hjartasjúklinga og gæta réttar þeirra á öllum sviðum.
- Að vinna að úrbótum á sviði heilbrigðisþjónustu og bættri félagslegri aðstöðu hjartasjúklinga.
- Að afla fjár, sem varið er til velferðarmála hjartasjúklinga og hrinda í framkvæmd markmiðum samtakanna.
- Að efla rannsóknir og fræðslu varðandi hjartasjúkdóma.
- Að bæta aðstöðu og tækjakost á sjúkrastofnunum til rannsókna og lækninga á hjartasjúkdómum og skapa aðstöðu til endurhæfingar.
- Að fylgjast með nýjungum á sviði lækninga og endurhæfingar vegna hjartasjúkdóma.
- Vinna að kynningu á málefnum hjartasjúklinga meðal almennings.
- Að stuðla að aukinni sérmenntun starfsfólks á sviði hjartalækninga og endurhæfingar.
- Að upplýsa hjartasjúklinga um félagslegan rétt sinn m.a. varðandi skattamál, fjárhagsaðstoð, tryggingamál, lífeyrisréttindi, læknismeðferð erlendis o.fl.
- Að hafa samstarf við erlend félagasamtök, sem starfa á svipuðum grundvelli og hliðstæðum markmiðum.
- Að efla samvinnu við innlend félagasamtök sem vinna að velferðarmálum.