Hvað er mikið blóð í mannslíkamanum? Hversu mikið blóð má maður missa áður en það verður hættulegt?

Blóðpoki

Í líkama fullorðins einstaklings eru um 5 lítrar af blóði. Í ungabörnum er rúmlega lítri af blóði. Ef slagæð verður fyrir skaða getur það valdið miklu blóðtapi vegna innri og ytri blæðinga í líkamanum. Svo mikill þrýstingur er í slagæðum að blóðið hreinlega spýtist út.

 

BlóðpokiEf fullorðinn maður tapar meira en lítra er það talið mikið, enda er það meira en tvöfalt á við venjulega blóðgjöf í blóðbanka. Börn teljast hafa misst mikið blóð ef þau missa meira en 3 desilítra. Sá sem missir mikið blóð finnur oft til óróa, þorsta og ógleði og húðin verður köld, föl og þvöl.

 

Púlsinn verður veikur því blóðþrýstingurinn fellur og líffærin eiga í erfiðleikum með að starfa á eðlilegan hátt. Blóðið sem eftir er í líkamanum fullnægir ekki alltaf súrefnisþörf líkamans og án blóðgjafar og meðhöndlunar getur því mikið blóðtap valdið losti, meðvitundarleysi og dauða.

Upplýsingar Vísindarvefurinn

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *