
Stórsýningin Heilsa, húð og hár verður haldin laugardaginn 3. og sunnudaginn 4. maí næst komandi í Vetrargarðinum í Smáralind. Sýningin spannar allt heilsusviðið og verður einstaklega fjölbreytt og lifandi. Fyrirtæki úr öllum heilsugeirum kynna þar vörur sínar og þjónustu fyrir sýningargestum. Það verður frítt inn á sýninguna sem er opin frá kl. 11.00 til 18.30 báða dagana.
Á sýningunni verður mikið um tilboð á heilsuvörum og þjónustu er tengist heilsu, húð og hári. Þá verður vegleg fyrirlestraskrá með fjölda fyrirlestra sem líka verður frítt inn á. Sýningargestum gefst þarna einstakt tækifæri til að kynnast öllu því helsta og nýjasta sem er á boðstólnum á sviði heilsu og fegurðar. Stórsýningin Heilsa, húð og hár er nú haldin í fyrsta sinn á Íslandi. Einkennisstef sýningarinnar er – Heilsan er okkar dýrmætasta eign!