Fréttir af Suðurnesjum

Neðri röð frá vinstri: Axel sigurðsson, hjartalæknir frá Heilsuverndarstöðinni,Hjálmar Árnason frá Hjartaheillum Suðurnesjum, og Adda Sigurjónsdóttir frá Átaki. Aftari röð: Sigurður Garðarsson frá Nesvöllum, Ólöf K. Sveinsdóttir, nýr formaður Hjartaheilla á Suðurnesjum og Sveinbjörg Ólafsdóttir frá Heilsuverndarstöðinni.

Hjartaheill á Suðurnesjum, Átak og Heilsuverndarstöðin skrifa undir samning.

– Forvarnarverkefni til fyrirmyndar.

Neðri röð frá vinstri: Axel sigurðsson, hjartalæknir frá Heilsuverndarstöðinni,Hjálmar Árnason frá Hjartaheillum Suðurnesjum, og Adda Sigurjónsdóttir frá Átaki. Aftari röð: Sigurður Garðarsson frá Nesvöllum, Ólöf K. Sveinsdóttir, nýr formaður Hjartaheilla á Suðurnesjum og Sveinbjörg Ólafsdóttir frá Heilsuverndarstöðinni.Hjartaheill, Átak og heilsuefling á Suðurnesjum

Hjartaheill á Suðurnesjum, Átak og Heilsuverndarstöðin (áður Inpro), undirrituðu í janúar sl. samning um samstarf þessara aðila um rekstur svokallaðrar HL-stöðvar að Nesvöllum í Reykjanesbæ. Samningur um samstarfið var undirritaður á aðalfundi Hjartaheilla á Suðurnesjum. Í frétt frá Víkurfréttum segir að stöðin gefi sjúklingum sem hafa gengist undir aðgerð vegna hjartasjúkdóms eða þurfa af annarri ástæðu endurhæfingu vegna hjarta- eða lungnasjúkdóms kost á að stunda hana í heilsulindinni að Nesvöllum og mun  hún væntanlega taka til starfa í mars. Fram hefur komið að hjartasjúkdómar eru mun algengari á Suðurnesjum en í öðrum landshlutum og telur svæðið nú mikinn fjölda hjartasjúklinga.

 

Þá segir einnig í blaðinu að Hjartaheill og Heilsuverndarstöðin ásamt fleiri aðilum hafa staðið fyrir forvarnarverkefninu Heilsuefling á Suðurnesjum síðasta árið. Í því var boðið upp á áhættumælingar fyrir almenning þar sem bæjarfélög, stéttarfélög og fleiri hafa komið að málum. Um 1200 manns hafa leitað til Heilsuverndarstöðvarinnar á því ári sem liðið er og hvorki meira né minna en 120 manns verið beint til frekari rannsóknar og sagði Hjálmar Árnason, fráfarandi formaður, að hann væri sannfærður um að átakið hefði bjargað mannslífum.

 

Á fjölmennum aðalfundi var stjórn Hjartaheilla á Suðurnesjum endurkosin með þeim breytingum að Ólöf K. Sveinsdóttir tók við formennsku af Hjálmari Árnasyni og í varastjórn settust þeir Halldór Leví Björnsson, Jóhann Geirdal og Eiríkur Hermannsson. Stjórnina skipa því eftirtaldir:

 

Ólöf Sveinsdóttir formaður. Guðrún Sigurðardóttir ritari. Dagmar Árnadóttir gjaldkeri. Ingibjörg Magnúsdóttir meðstjórnandi. Valgeir Sigurðsson meðstjórnandi, Eiríkur Hermannsson varamaður. Jóhann Geirdal varamaður. Halldór Leví varamaður.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *