Hjartasjúkdómar, varnir – lækning – endurhæfing

Hjartasjúkdómar, varnir - lækning – endurhæfing

Komin er út 5. útgáfa af hinum vinsæla bæklingi Hjartaheilla undir yfirskriftinni: Hjartasjúkdómar – varnir – lækning – endurhæfing. Útgáfan er mjög aukin og endurbætt frá fyrri útgáfum.

 

Hjartasjúkdómar, varnir - lækning – endurhæfingHjartaheill, landssamtök hjartasjúklinga, voru stofnuð 8. október 1983 og verða því 25 ára í haust. Á tíu ára afmæli samtakanna kom fyrsta útgáfa þessa bæklings út og síðan hefur hann verið notaður á hjartadeildum sjúkrahúsa til fræðslu fyrir hjartasjúklinga, sem allir fá eintak með sér heim auk þess sem hann liggur frammi á heilsugæslustöðvum, sjúkrahúsum og víðar.

 

Í bæklingnum er m.a. fjallað um áhættuþætti æðakölkunar, helstu hjartasjúkdóma, einkenni þeirra, algengar rannsóknir og meðferð. Ennfremur er vakin athygli á gildi endurhæfingar og fyrirbyggjandi lífshátta. Mun færri Íslendingar reykja nú en fyrir tuttugu árum og áhersla hefur aukist mjög á hreyfingu og útiveru. Íslenskir sérfræðingar standa framarlega í rannsóknum og meðferð á hjartasjúkdómum og endurhæfing eftir læknisaðgerðir er hér á háu stigi. Þrátt fyrir að nýjum tilfellum kransæðasjúkdóms  hafi heldur farið fækkandi á Íslandi síðustu tvo áratugi er nauðsynlegt að halda vöku sinni.

 

Við vonum að þessi fræðslubæklingur gagnist hjartasjúklingum vel, sem og  öðrum sem hann lesa, því sá fróðleikur sem þar er að finna getur átt erindi við alla.

                  

Með bestu kveðjum,

Guðmundur Bjarnason formaður

Hjartaheilla,landssamtaka hjartasjúklinga

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *