Rannsóknarstofa Hjartaverndar endurnýjar tækjakost

Hjartavernd notaði féð til að endurnýja tækjakost á rannsóknarstofu sinni.

Þann 16. júní 2007 fór Kvennahlaup ÍSÍ í 18. sinn í samstarfi við Hjartavernd.

Yfirskrift hlaupsins var Hreyfing er hjartans mál þar sem markmiðið var að vekja athygli á konum og kransæðasjúkdómum, einkennum og áhættum.

 

Hjartavernd notaði féð til að endurnýja tækjakost á rannsóknarstofu sinni. Í tilefni af því að Kvennahlaupið var tileinkað hjartavernd kvenna runnu 50 krónur af andvirði hvers selds Kellogg’s pakka til Hjartaverndar á tímabilinu 2.-16. júní. Þegar salan var gerð upp komu í hlut Hjartaverndar 700 þúsund krónur en alls seldust 14 þúsund pakkar á tímabilinu.

 

Hjartavernd notaði féð til að endurnýja tækjakost á rannsóknarstofu sinni. Keypt var nýtt PCR tæki sem kemur að góðum notum við erfðafræðirannsóknir Hjartaverndar. Í dag þekkjum við helstu áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma en þó er nokkuð langt frá því að fullum skilningi á sjúkdómsferlinu séð náð og eru vonir bundnar við að erfðafræðirannsóknir varpi nýju ljósi þar á.

 

Með hinu nýja tæki er hægt að magna upp ákveðna búta af erfðaefninu (DNA).

Ákveðinn hluti DNA sameindarinnar er fjölfaldaður í efnahvarfi sem er knúið áfram að PCR vélinni og þannig er kleift að greina arfgerð á einu ákveðnu svæði erfðamengis hvers einstaklings. Með þessari aðferð er reynt að finna erfðaþætti sem tengjast hjarta- og æðasjúkdómum, sykursýki, æðakölkun og beinþynningu svo dæmi séu tekin. Tækið er af gerðinni Verity frá Applied Biosystems og var keypt af Gróco ehf.

 

Á dögunum kynnti Vilmundur Guðnason forstöðulæknir Hjartaverndar hinn nýja tækjakost en viðstaddir auk Vilmundar voru Brynja Georgsdóttir vörumerkjastjóri Nóa Síríus fyrir hönd Kellogg’s á Íslandi, Jóna Hildur Bjarnadóttir, sviðsstjóri almenningsíþróttasviðs ÍSÍ, Kristín Bjarnadóttir lífeindafræðingur rannsóknarstofunnar og Sigríður Harpa Hafsteinsdóttir, sameindalíffræðingur.

 

Kvennahlaup ÍSÍ fer næst fram þann 7. júní í samstarfi við Lýðsheilsustöð og er þema ársins "Heilbrigt hugarfar, hraustar konur".

 

Hjartavernd er sjálfseignarstofnun sem rekin er án hagnaðarvonar.

Rannsóknarstöð Hjartaverndar, sem fagnaði 40 ára afmæli á síðasta ár, hefur staðið að víðtækri faraldsfræðilegri rannsókn, Reykjavíkurrannsókn Hjartaverndar, síðastliðin 40 ár þar sem áhersla er lögð á að finna helstu áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma hér á landi. Hefur rannsóknin náð til rúmlega 30 þúsund Íslendinga. Um 50 manns starfa hjá Hjartavernd.

 

Nánari upplýsingar veita: Bylgja Valtýsdóttir, upplýsingafulltrúi Hjartaverndar, í síma 898 9632.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *