Hjartaheill þakkar heilbrigðisráðherra

Heilbrigðisráðherra, herra Guðlaugur Þór Þórðarson, hefur ákveðið að veita auknum fjármunum til hjartaþræðinga og liðskiptaaðgerða. Þannig hefur ráðherra ákveðið að kaupa 80 hjartaþræðingar af Landspítalanum og stefnir hann að því að bið eftir þræðingum verði ekki lengri en um þrír mánuðir.

 

Undanfarið hafa Landssamtök hjartasjúklinga, Hjartaheill, bent á langa biðlista þeirra sjúklinga sem bíða eftir nánari greiningu í hjartaþræðingartæki.

 

Hjartaheill fagnar ákvörðunum ráðherra og þakkar honum af alhug þessa forgangsröðun í heilbrigðiskerfinu sem í raun tekur undir nauðsyn þess að þriðja hjartaþræðingartæki með nýjustu tækni verði keypt sem fyrst og Hjartaheill safnar nú fyrir meðal almennings. Það mun koma þúsundum Íslendinga að góðum notum.

 

Guðmundur Bjarnason, formaður Hjartaheilla

Ásgeir Þór Árnason, framkvæmdarstjóri

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *