Hjúkrunarfræðingar hlynntir yfirvinnubanni

Hjúkrunarfræðingar hlynntir yfirvinnubanni

Margir hjúkrunarfræðingar eru uggandi yfir ástandi deilda spítalanna verði af yfirvinnubanni. Þrátt fyrir þetta voru tæp 95% hjúkrunarfræðinga hlynnt banninu í nýafstöðnum kosningum. Því verður beitt frá og með 10. júlí náist kjarasamningar ekki fyrir þann tíma.

 

Hjúkrunarfræðingar hlynntir yfirvinnubanniElsa B. Friðfinnsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh), segir niðurstöður kosninganna sýna að hjúkrunarfræðingar sætti sig ekki við það tilboð sem lagt hefur verið fram til þessa.

 

Aðspurð segist hún ekki eiga von á öðru en að yfirvofandi yfirvinnubann hafi áhrif á kjaraviðræðurnar. „Það að viljinn er svona skýr og samstaðan mikil hlýtur að hafa áhrif á stjórnvöld sem bera ábyrgð á því að heilbrigðisþjónustan gangi fyrir sig með þeim hætti sem við viljum."

Morgunblaðið þriðjudaginn 24. júní 2008

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *