Hjartamiðstöð Íslands hefur starfsemi

Fimmtudaginn 3. júlí sl. hóf Hjartamiðstöð Íslands starfsemi sína í Heilsuverndarstöðinni við Barónsstíg.

 

Hjartamiðstöðin mun sinna greiningu, eftirliti og meðferð hjartasjúkdóma og helstu áhættuþátta þeirra. Meginmarkmiðið er að veita einstaklingum sem þangað leita greiðan aðgang að fyrsta flokks sérfræðiþjónustu.  Unnið er samkvæmt núgildandi samkomulagi hjartalækna og heilbrigðisráðuneytis sem gerir ráð fyrir endurgreiðslu Tryggingastofnunar Ríkisins. Ekki er þörf á tilvísun frá heimilislækni.


Í Hjartamiðstöðinni munu starfa læknar og hjúkrunarfræðingar. Sérstök áhersla verður lögð á forvarnir, fræðslu og gott upplýsingaflæði til sjúklinga. Í Hjartamiðstöð Íslands er þegar unnt að framkvæma algengustu rannsóknir sem notaðar eru við greiningu hjartasjúkdóma svo sem hjartalínurit, óm- og dopplerskoðun af hjarta, hjartasírit (Holterpróf) og áreynsluhjartaritun.

Axel F. Sigurðsson sérfræðingur í hjartalækningum veitir Hjartamiðstöðinni forstöðu.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *