Færri hjartaþræðingar eftir reykingabann

ÞÓTT einungis sé liðið rúmt ár frá innleiðingu reykingabannsins hérlendis virðast hjartalæknar strax farnir að taka eftir jákvæðum áhrifum bannsins á reyklausa gesti veitinga- og skemmtistaða.

21% færri reyklausir karlar þurft á þræðingu að halda.

Sé miðað við fimm mánaða tímabil bæði fyrir og eftir að reykingabannið var sett á í fyrra þurfa 21% færri reyklausir karlmenn á hjartaþræðingu að halda vegna svokallaðs óstöðugs kransæðasjúkdóms.

 

Athygli vekur að enginn munur er á tíðninni hjá konum, en ástæðan er talin vera sú að konur fá kransæðasjúkdóm 10-20 árum seinna á ævinni en karlar.

Þessar niðurstöður eru í samræmi við það sem komið hefur fram í áþekkum rannsóknum annars staðar, t.d. fækkaði hjartaáföllum í Skotlandi í kjölfar reykingabannsins þar og í mörgum bandarískum rannsóknum hefur reykingabann reynst gefa góða raun. | 20

 

Í hnotskurn

» Óstöðugur kransæðasjúkdómur er samheiti yfir kransæðastíflu eða alvarlegar þrengingar í kransæðunum sem myndast vegna samspils æðakölkunar og blóðsegamyndunar í æðaholinu.
» Einkennin eru oftast brjóstverkir í hvíld auk þess sem breytingar sjást í blóðprufum og á hjartariti. Morgunblaðið fimmtudaginn 31. júlí 2008 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *