Samþykktar sjúkratryggingar

Alþingi hefur samþykkt umdeilt frumvarp um sjúkratryggingar. mbl.is/Golli

Alþingi samþykkti sjúkratryggingafrumvarpið í dag. Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, sagði markmiðið vera að allir Íslendingar geti notið heilbrigðisþjónustu á heimsmælikvarða og að samþykkt frumvarpsins myndi auðvelda það eilífðarverkefni.

 

Alþingi hefur samþykkt umdeilt frumvarp um sjúkratryggingar. mbl.is/Golli Þingmenn Vinstri grænna greiddu atkvæði gegn meginatriðum frumvarpsins og telja að um dulbúna einkavæðingu sé að ræða. Breytingartillögur VG í níu liðum voru allar felldar.

 

Þingmenn Framsóknarflokks sátu hjá í atkvæðagreiðslunni en Valgerður Sverrisdóttir sagði flokkinn ekki treysta sér til að taka ábyrgð á þessum grundvallarbreytingum og hvernig framkvæmdavaldið muni fara með framkvæmd laganna. Þingmenn annarra flokka samþykktu frumvarpið.

 

Mbl.is miðvikudaginn 10. september 2008

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *