Skiptar skoðanir á nýju lögunum

Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra

Með. „Þetta er beint framhald á lögum um heilbrigðisþjónustu frá árinu 2007, en þar var lagt upp með að styrkja kaupendahlutverk hins opinbera," segir Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra um nýju lögin.

Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra Áður hafi hlutverk þetta verið á þrennum höndum, en hér eftir sjái Sjúkratryggingastofnun um kaupin. Það verði til þess að yfirsýn batni og fjármunir nýtist betur.

 

Guðlaugur Þór segir lögin ekki tengjast einkavæðingu. Ráðherra hafi haft heimild til þess að kaupa heilbrigðisþjónustu frá hverjum þeim sem uppfylli ákveðin skilyrði.

 

Ráðherra segir markmiðið að eins að eins mikil þjónusta fáist fyrir þá fjármuni sem fyrir liggja í heilbrigðiskerfinu og hægt er. Eftirspurn eftir heilbrigðisþjónustu muni aukast mikið á næstu árum, m.a vegna breyttrar aldurssamsetningar þjóðarinnar.

Morgunblaðið fimmtudaginn 11. september 2008

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *