Þekkir þú þínar áhættur!!!!

Guðrún Bergmann Franzdóttir formaður Neistans.

Núna n.k sunnudag er Alþjóðlegi hjartadagurinn en hann er ávallt síðasta sunnudag í september  og  er  haldinn hátíðlegur á heimsvísu, en þemað í ár er,, þekkir þú þína áhættu?

 

Guðrún Bergmann Franzdóttir formaður Neistans.

Ég held að meiri hluti landsmanna viti ekki sína áhættu og því er ekki seinna en vænna  en að fara og láta mæla sig og ekki spurning að fólk á að láta mæla blóðþrýsting, blóðsykurinn og láta hlusta sig reglulega og ef einhver ættarsaga er um einhvers konar hjartasjúkdóm á það að ræða við hjartalækni og láta fylgjast með sér, jafnvel fara í þrekpróf.  

 

Hjartaheill, Hjartavernd,Neistinn styrktarfélag hjartveikra barna, Breiðablik ,Kópavogsbæ, og ÍSÍ  standa saman af þessum degi en aðaláherslan er að hreyfa sig reglulega huga að mataræðinu því það er alveg sama á hvað aldri þú ert þú ert alltaf í áhættuhópi börn fæðast með hjartasjúkdóm og alveg frá unglingaldri höfum við heyrt um fólk sem hafa fengið hjartaáfall eða hjartasjúkdóm að einhverju tagi svo aldurinn skiptir engu huga þarf að þessu alla æfi þ.e.a.s hugsa vel um hjartað því við höfum aðeins eitt hjarta.

 

Við ætlum að hittast n.k sunnudag að Hálsatorgi í kópavogi kl.10.30 og vera með kynningu af stafagöngu og fá okkur góðan göngutúr eftir þá kynningu  einnig verða hlaup en það eru 3 vegalengdir 3ja, 5 og 10 km en allar upplýsingar um hlaupin eru á hlaup.is.

 

Með kærri kveðju, Guðrún Bergmann Franzdóttir formaður Neistans 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *