Fræðsluerindi

Mánudaginn 29. september nk. kl 16:30 kemur Salbjörg Bjarnadóttir, verkefnisstjóri hjá Landlæknisembættinu og verður með erindi  á opnu húsi í Síðumúla 6.

 

Salbjörg mun fjalla um átaksverkefnið „Þjóð gegn Þunglyndi" sem Landlæknisembættið stóð að á síðasta ári.

 

Þetta er fyrsta fræðsluerindið sem félagsmálanefnd SÍBS stendur fyrir á opnu húsi í vetur.

 

Fræðsluerindi verða síðasta mánudag í september, október og nóvember 2008.

 

Vona að sem flestir sjái sér fært að koma.

Kaffi og meðlæti í boði SÍBS.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *