Hlaupið á alþjóðlegum hjartadegi

Hlaupið á alþjóðlegum hjartadegi

HJARTAVERND stóð í gær fyrir hlaupi í Kópavogi í tilefni af alþjóðlega hjartadeginum. Hlauparar gátu valið um að hlaupa 3, 5 eða 10 kílómetra. Þátttaka í almenningshlaupum hefur aukist undanfarin ár og Íslendingar unnið glæsileg afrek á hlaupabrautinni.

 

Hlaupið á alþjóðlegum hjartadegiÞátttaka í almenningshlaupum hefur aukist undanfarin ár og Íslendingar unnið glæsileg afrek á hlaupabrautinni. Í gær hlupu 76 Íslendingar í Berlínarmaraþoninu og Jóhann Karlsson sló Íslandsmet í flokki karla 60 ára og eldri.

 

Þá fjölgar sífellt í hópi ofurhlaupara, en í ár hafa ellefu gengið í Félag íslenskra 100-kílómetrahlaupara. Félagið er fjögurra ára, en félagsmenn eru nú 26.

 

Einn þeirra, Gunnlaugur Júlíusson, hljóp um helgina 246 kílómetra viðstöðulaust í Spartathlon-hlaupinu í Grikklandi, þar sem hlaupið er milli Aþenu og Spörtu. Hann hafnaði í 74. sæti af 154 sem luku hlaupinu.

 

Morgunblaðið 29. september 2008

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *