Apótekið.is er nýr þjónustuvefur sem annast afgreiðslu og heimsendingu á lyfseðilsskyldum lyfjum um land allt.
Til þess að njóta þjónustu á Apótekið.is með lyfseðilskyld lyf þarf lyfseðill að berast frá lækni, t.d. á rafrænan hátt. Þegar lyfseðillinn hefur borist hefst afgreiðsla lyfsins.
Hægt er að ganga frá fullnaðargreiðslu á netinu í gegnum örugga rafræna greiðslugátt. Að því loknu færðu lyfin send heim með pósti.
Verslun á Apótekið.is er háð því að þú sért með notendanafn og lykilorð. Sjá vef https://www.postlyf.is