Á hverju ári á tímabilinu október til mars gengur inflúensan svokallaða yfir okkur Íslendinga.
Nú þegar haustið er komið í allri sinni litadýrð er því kominn tími á árlega bólusetningu hjá þeim sem þess óska. Þeir sem helst ættu að huga að fyrirbyggjandi bólusetningu eru:
- Allir einstaklingar 60 ára og eldri.
- Öll börn og fullorðnir sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, sykursýki, illkynja sjúkdómum og öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum.
- Heilbrigðisstarfsmenn sem annast einstaklinga í áhættuhópum sem taldir eru upp hér að ofan.
Sóttvarnalæknir mælist til þess að þessir forgangshópar fái bóluefnið sér að kostnaðarlausu.
Lyfja mun bjóða upp á bólusetningu í apótekum sínum.
Nánari upplýsingar um inflúensu, einkenni, greiningu, meðferð og fleira má finna á heimasíðu Landlæknisembættisins.
Frétt af vef Lyfju