Forsetinn í hjartaþræðingu og kransæðavíkkun

Forsetinn í hjartaþræðingu og kransæðavíkkun

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, gekkst undir hjartaþræðingu og kransæðavíkkun á Landspítalanum fyrr í vikunni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsetaembættinu.

 

Forsetinn í hjartaþræðingu og kransæðavíkkunÞar segir að forsetinn hafi dvalið á hjartadeild Landspítala á mánudag og þriðjudag í þessari viku og gengist undir hjartaþræðingu og kransæðavíkkun.

 

Aðgerðin tókst ágætlega en í framhaldi af henni hafa læknar ráðlagt forseta að vera ekki í fullu starfi næstu daga.

 

Fréttablaðið fimmtudaginn 9. október 2008

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *