Póstverslun með lyf verður að veruleika

Póstverslun með lyf verður nú að veruleika samkvæmt reglugerð sem Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, hefur sett. Reglugerðin sem heilbrigðisráðherra setti í gær er rökrétt framhald af viðamikilum breytingum á lyfjalögum sem tók gildi 1. október síðast liðinn. Með þeim var póstverslun með lyf leyfð með því skilyrði að viðskiptin séu í tengslum apótek.

 

Þetta skilyrði er sett til að tryggja rétta meðhöndlun lyfja með þessum sendingarmáta og ekki síður til að tryggja öryggi þeirra sem fá lyfin. Er í þessu sambandi brýnt að hafa fullkomna yfirsýn og eftirlit með lyfsöluferlinu frá framleiðslu til sjúklings.

Í reglugerðinni er því gert ráð fyrir að póstverslun sé bundin lyfsöluleyfum og að þessi starfsemi falli að þeirri umgjörð sem búin er lyfjaverslun í landinu og á Evrópska efnahagssvæðinu. Þá eru í reglugerðinni settar fram kröfur um pökkun, merkingar, flutning, afhendingu og rekjanleika lyfjanna. Lagt er blátt bann við því að senda eftirritunarskyld ávana- og fíknilyf með pósti.

 

Reglugerðardrögin voru send í tæknilegan tilkynningarferil á Evrópska efnahagssvæðinu en ekki bárust neinar athugasemdir.

 

Frétt af heimasíður heilbrigðisráðuneytisins

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *