Gamlar æðar í feitum börnum

ÁSTAND æðanna getur verið mikilvægari þáttur en aldur þegar um er að ræða hættu á slagi og hjartasjúkdómum.

 

Bandarísk rannsókn á 34 strákum og 36 stelpum sem öll voru of þung eða of feit og þar að auki með óvenjumikið kólesterólmagn í blóðinu og eða ættarsögu um hjartaáföll snemma á ævinni leiddi þetta í ljós. Niðurstöður rannsóknarinnar voru kynntar á þingi American Heart Association nú í vikunni. Meðalaldur barnanna sem rannsökuð voru var 13 ár.

 

»Við komumst að því að ástand æðanna í þessum börnum líktist meira ástandi æða 45 ára einstaklinga en barna á þessum aldri,« er haft eftir einum vísindamannanna, Geetha Raghuveer.

 

Morgunblaðið föstudaginn 14. nóvember 2008

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *