
Lagt er til í tengslum við fjárlögin að kostnaður sjúklinga af tveimur liðum, þ.e. komugjöldum og hækkun lágmarksgjalds fyrir lyf, geti aukist um allt að 770 milljónir.
Sú breyting á komugjöldum sem er í umræðunni mun m.a. eiga að jafna mun sem nú er á gjaldtöku gagnvart þeim sem leita til bráðamóttöku sjúkrahúsa. Þeir sem nú eru lagðir inn eftir heimsókn þangað borga ekkert en hinir sem fá að fara heim þurfa að borga fyrir komu o.fl.
Ásta Möller, formaður heilbrigðis
Nýtt kerfi á næsta ári
Komugjaldið og aukinn lyfjakostnaður munu falla undir nýtt fyrirkomulag varðandi sjúkrakostnað sem ætlunin er að kynna fljótlega. Stefnt er að því að reglur um réttlátara, einfaldara og gagnsærra fyrirkomulag varðandi þátttöku einstaklinga í kostnaði við heilbrigðis
Pétur segir tilganginn með tillögunum þann að litið verði á heilbrigðiskerfið í heild af sjónarhóli sjúklings í stað þess að horfa til einstakra læknisaðgerða eða lyfja líkt og nú er gert. Í stað þess að sjúklingar séu tryggðir fyrir ákveðnu útgjaldahámarki hér og þar í kerfinu verði þeir tryggðir fyrir heildarútgjöldum.
»Þeir sem verða sjaldan veikir og þurfa sjaldan á heilbrigðisþjónustu að halda munu borga meira en þeir gera nú. En þeir sem þurfa endurtekið og sífellt að nota heilbrigðisþjónustu, t.d. margir öryrkjar, borga þá minna,« sagði Pétur.
Til skoðunar hafa verið tvö kerfi. Annars vegar norrænt kerfi sem byggir á því að hver einstaklingur greiði ákveðna upphæð að fullu á hverjum 12 mánuðum. Síðan tiltekna hlutdeild umfram það upp að ákveðnu hámarki. Ekki verði rukkað umfram það.
Hins vegar er íslensk hugmynd sem felst í því að enginn einstaklingur borgi meira en ákveðna upphæð á hverju sex mánaða tímabili. Sá sem veikist einu sinni á því tímabili greiði jafn mikið að hámarki og sá sem er veikur allan tímann. Enn er verið að skoða hve víðtæk þessi vernd verður. M.a. er verið að skoða hvort taka eigi tannlæknakostnað fólks á öllum aldri inn í kerfið.
Pétur sagði að kerfið yrði einfalt og myndi miða við kennitölu einstaklings. Hann verði tryggður fyrir ákveðnu útgjaldahámarki. Börn munu fylgja eldra foreldri þannig að saman nái þau fyrr hámarksgreiðslu og borgi þá ekki meira á því tímabili.
Stjórnvöld eiga eftir að ákveða hve hlutur almennings á að vera stór í heilbrigðisútgjöldum. Þegar sú pólitíska ákvörðun hefur verið tekin verður ljóst hver hámörkin verða í kostnaðarþátttöku almennings.
Morgunblaðið þriðjudaginn 16. desember 2008