
LANDSSAMTÖK hjartasjúklinga, sem nú heita Hjartaheill, voru stofnuð þann 8.október 1983. Á tíu ára afmæli sínu höfðu samtökin frumkvæði að því að bæklingurinn ,,Hjartasjúkdómar, varnir – lækning – endurhæfing" varð til.
Í tilefni af 25 ára afmæli samtakanna á sl. ári kom út í janúar 2008 5. útgáfa þessa fræðsluefnis í 5000 eintökum. Nú er 6. útgáfa af bæklingnum komin út í sama upplagi.
Í bæklingnum er í stuttu máli fjallað um áhættuþætti æðakölkunar, hjartasjúkdóma, einkenni, rannsóknir og meðferð. Þá er lögð áhersla á hjartaendurhæfingu. Við undirbúning útgáfunnar var lögð áhersla á nýjungar í hjartalyflækningum og hjartaskurðlækningum.