Sameiningu heilbrigðisstofnana fagnað

Sameining heilbrigðisstofnana á Vesturlandi skapar sóknarfæri til að þróa heilsugæsluna. Þetta kemur fram í ályktun starfsfólks á heilsugæslustöðinni í Ólafsvík.

 

Starfsfólki Heilsugæslustöðvar Ólafsvíkur voru kynnt sameiningaráformin í heilbrigðisþjónustunni á Vesturlandi sem kynnt voru í fyrradag á reglubundnum starfsmannafundi og sendu frá sér svohljóðandi ályktun að fundi loknum:

 

"Starfsfólk Heilsugæslustöðvar Ólafsvíkur fagnar þeirri ákvörðun heilbrigðisráðherra að sameina átta stofnanir í Heilbrigðisstofnun Vesturlands í stað fimm eins og áður var áætlað. Þetta skapar sóknarfæri til þróunar heilsugæslunnar í Snæfellsbæ í samvinnu við öflugt sjúkrahús á Akranesi. Við fögnum þeim möguleikum sem þetta skapar og væntum þátttöku í því starfi sem framundan er."

 

Frétt af vef heilbrigðisráðuneytisins.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *