Jón Mýrdal, kveðja frá Hjartaheill

kross.jpg

kross.jpgJón Mýrdal var í mörg ár einn af traustustu liðsmönnum í röðum hjartasjúklinga. Hann átti sæti í stjórn Hjartaheilla, félagi hjartasjúklinga á Reykjavíkursvæðinu frá stofnun þess 15. september 1990 til 31. mars 2001.

 

Jón Mýrdal, kveðja frá Hjartaheill, landssamtökum hjartasjúklingaHann var sérstaklega áhugasamur um velferð hjartasjúklinga og tók heilshugar þátt í öllum störfum sem honum var trúað fyrir. Gilti þá einu hvort um var að ræða fundarstjórn, að skrifa fundargerð eða sitja í laganefnd, málin voru ávallt í traustum höndum Jóns.

 

Hann var ævinlega þægilegur í allri umgengni og hafði góða nærveru eins og sagt er.

 

Jón Mýrdal stundaði vikulegar gönguferðir með hjartasjúklingum í Reykjavík „Perluvinum" í nokkur ár á meðan heilsa hans leyfði.

 

En heilsu hans hrakaði og varð það til þess að hann dvaldi á hjúkrunarheimilinu að Sóltúni síðustu árin.

 

Minningin um góðan dreng mun lengi lifa í okkar huga og við sendum eiginkonu, börnum og ættingjum innilegar samúðarkveðjur.

 

Vilhjálmur B. Vilhjálmsson

Ásgeir Þór Árnason

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *