Enginn aðlögunartími

jakobfalur.jpg

FRUMTÖK, samtök framleiðenda frumlyfja, gera alvarlegar athugasemdir við stuttan aðlögunartíma sem gefinn er til lækkunar lyfjakostnaðar. »Það gefur augaleið að við höfum fullan skilning á þeirri afstöðu að ná fram sparnaði,« segir Jakob Falur Garðarsson, framkvæmdastjóri Frumtaka.

 

jakobfalur.jpgEigi sparnaðaraðgerðirnar hins vegar að taka gildi í mars sé þessi stutti tími til að bregðast við óásættanlegur. »Mér sýnist að verið sé að taka upp eins konar ríkislyf í flokki maga- og blóðþrýstingslækkandi lyfja,« segir Jakob Falur og telur viðbúið að þung og mikil stjórnsýsla verði í kringum lyfjaskírteinaútgáfu. Það megi ekki gleymast að gríðarlegur árangur hafi náðst sl. ár í að lækka verð og heildsöluverð á Íslandi sé nú sambærilegt við nágrannalöndin.

Morgunblaðið mánudaginn 16. febrúar 2009

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *