Fylgst með ástandinu

Matthías Halldórsson

HJÁ landlæknisembættinu fylgist sérstakur hópur með komum til lækna. Verði samdrátturinn umtalsverður og langvarandi þarf að grípa til ráðstafana, að sögn Matthíasar Halldórssonar landlæknis.

 

Matthías Halldórsson»Þá þarf að skoða á hvaða sviðum þetta er og gera einhverjar breytingar á greiðsluþátttöku eins og nú er verið að gera með lyfin, það er að segja að atvinnulausir borgi ekki jafnmikið,« segir Matthías.

 

Hann bætir því við að eins mætti lækka hámarksþakið sem greitt er og taka lyfjakostnað inn í það. Þetta fari þó eftir útfærslu á tillögum nefndar á vegum fyrrverandi heilbrigðisráðherra um greiðsluþátttöku.

 

Morgunblaðið þriðjudaginn 17. febrúar 2009

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *