Svæðið verði gjaldtökufrítt

AÐ lokinni ræðu Ögmundar var boðið upp á fyrirspurnir úr sal. Ein fyrirspyrjenda var Hanna Geirsdóttir sjúkraliði sem spurði um samræmingu í gjaldtöku.

 

Ögmundur svaraði því fyrst til að hann væri þeirrar skoðunar að enginn ætti að þurfa að borga fyrir heilbrigðisþjónustu eftir að hann væri orðinn veikur. »Mín skoðun er sú að það eigi að stefna að því að þetta svæði eigi að vera gjaldtökufrítt. Þegar maður er orðinn veikur fær maður lækningu. Maður er ekki að rækja viðskiptaerindi,« sagði Ögmundur og bætti við að hans fyrsta verk hefði verið að snúa til baka innritunargjöldum sem fólust í því að menn voru rukkaðir sérstaklega ef þeir lögðust inn á sjúkrahúsið. »En ennþá standa inni tiltekin gjöld, t.d. á nýrnadeildinni, á dagdeildum þegar fólk kemur inn til að sækja sér þjónustu, og það er nokkuð sem við erum að skoða í kerfinu. Menn hafa löngum verið að horfa til jafnræðis sjúklinga en þær tilraunir sem hafa verið gerðar til að auka jafnræði hafa verið að færa gjöld yfir á þá sem ekkert greiddu. Ég vil fara hina leiðina,« sagði Ögmundur.

 

Morgunblaðið þriðjudaginn 17. febrúar 2009

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *