
Nýjar reglur lækka lyfjakostnað en hægt væri að lækka hann um hundruð milljóna meira, væri hagkvæmasta lyfinu ávísað.
HÆG
Guðrún segir byrjað á þessum tveimur flokkur þar sem þeir séu með þeim kostnaðarsömustu við niðurgreiðslu lyfja. »Þetta eru tiltölulegar einfaldir lyfjaflokkar með fá lyf.« Farið hafi verið í svipaðar aðgerðir á Norðurlöndunum með þessa lyfjaflokka.
Enginn bendir á ódýrustu lyfin
Birna Jónsdóttir, formaður Læknafélags Íslands, gagnrýnir að engin stofnun geri læknum auðveldara fyrir að ávísa ódýrustu lyfjunum hverju sinni. Ómæld vinna liggi í því að hver og einn kynni sér verð apótekanna. Eðlilegra sé að sá sem greiði niður lyfjaverð beini læknum á rétta braut.
»Okkur finnst því að boltinn liggi hjá hinu opinbera um að halda því saman hvað lyfin kosta og gera niðurstöðuna aðgengilega,« segir hún.
Einar Magnússon, skrifstofustjóri skrifstofu lyfjamála hjá heilbrigðisráðuneytinu, segir lækna hugsanlega ekki nægilega vel upplýsta um að innan kerfisins sem þeir nota, Sögukerfisins, hafi frá áramótum verið uppfærðar upplýsingar um verð. Áður hafi kerfið geymt allt að þriggja mánaða upplýsingar.
»Það er rétt að upplýsingarnar hafi ekki verið í aðgengilegu formi þó þær hafi verið til staðar. Hins vegar hefur verið bætt úr því og verðskráin komin í betra form og er nú samtengd verðskrá lyfjagreiðslunefndar.« Í kerfinu komi einnig fram ef önnur lyf koma til greina og hvert þeirra sé ódýrast.
Spurður hvort læknar séu ekki upplýstir um þessa breytingu svarar Einar. »Ég held nú svo sem að læknar hafi ekki haft neinn sérstakan áhuga á lyfjaverði en það kann að breytast núna.« Hann útilokar þó ekki að breytingin hafi ekki verið nægilega vel kynnt. Þá hafi öllum forstjórum heilbrigðisstofnana verið sendur tölvupóstur og þeir beðnir um að árétta breyttu stefnuna.
Guðrún tekur undir að hugsanlega hafi upplýsingagjöf til lækna ekki verið nægileg. Hins vegar hafi þeir fengið 3 til 4 fréttabréf á ári í tölvupósti þar sem bent er á ódýrustu kostina í algengum lyfjum. Þá hafi Sjúkratryggingar sent fulltrúa á heilsugæslustöðvar til að kynna verð. Auk þess hafi Sjúkratryggingar gefið út lyfjalista fyrir þrjá kostnaðarsömustu lyfjaflokkana.
Lyfjakostnaður eykst og eykst
Lyfjakostnaður sjúkratrygginga nam 9.287 milljónum króna í fyrra og jókst um 2.233 milljarða eða um 32% frá fyrra ári, mest vegna veikrar krónu. Fyrir helgi gaf Lyfjagreiðslunefnd út smásöluverðsamanburð í febrúar 2009. Þrjú lyfjanna sem Sjúkratryggingastofnun niðurgreiddi mest fyrir landsmenn 2008 voru ódýrust hér af Norðurlöndunum. Þetta eru þó ekki lyfin sem stofnunin niðurgreiddi oftast, heldur voru henni dýrust, segir Rúna Hauksdóttir, formaður lyfjagreiðslunefndar. Þar má sjá að magalyfið Nexium trónar á toppnum af niðurgreiddum lyfjum og kostaði 100 pillu glas 14 þúsund krónur. Læknar hefðu getað ávísað magalyfinu Lomex-T í staðinn en 100 pillur af því kostuðu 6.037 krónur. Nýja reglugerðin tekur á þessu, því lyfin tvö eru sambærileg; í sama lyfjaflokki. Þau eru hins vegar ekki samheitalyf. Því hefði lyfjafræðingur ekki getað bent viðskiptavini á að velja frekar Lomex-T, en lyfjafræðingum ber skylda til að benda viðskiptavinum á ódýrari samheitalyf sé verðmunurinn meiri en fimm prósent. »Ábyrgðin er hjá læknunum,« segir Guðrún. »Ef læknar hafa áhuga liggja allar upplýsingar fyrir.«
Í HNOTSKURN
Morgunblaðið þriðjudaginn 24. febrúar 2009