Hjartaheill heimsækir Íbúðalánasjóð

Forsvarsmaður samtakanna Hjartaheill heimsótti starfsmenn Íbúðalánasjóðs í morgun og kynnti fyrir þeim starfsemi samtakanna og mikilvægi þess að vera meðvitaður um helstu áhættuþætti hjartasjúkdóma.

 

Fyrir síðustu jól var ákveðið að Íbúðalánasjóður myndi ekki senda út jólakort til helstu viðskiptavina eins og gert hefur verið undanfarin ár en styrkti þess í stað Hjartaheill um 250.000 krónur. Þessu til viðbótar keypti sjóðurinn barmmerki Hjartaheilla fyrir starfsfólk sitt og studdi þar með yfirstandandandi þjóðarátak samtakanna „Hjartans Mál" til söfnunar á hjartagreiningartæki.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *