Öll þjóðin – eitt hjarta

Hjartaheill - Öll þjóðin

Hjartaheill - Öll þjóðin

Landssöfnun Hjartaheilla 28. mars 2009 í opinni dagskrá Stöðvar 2 frá kl. 20: til 23:00.

 

Efnt er nú til landssöfnunar undir merkjum Hjartaheilla „Öll þjóðin – eitt hjarta" og stefnt að því að safna fjármunum til kaupa á nýju hjartaþræðingartæki á Landspítala háskólasjúkrahús við Hringbraut.

Söfnunarnúmerin eru eftirfarandi

903 5000 fyrir 5000,- kr.

903 3000 fyrir 3000,- kr.

903 1000 fyrir 1000,- kr.

 

Söfnunarsími símavers á meðan útsending stendur yfir frjáls framlög er

551 9020

 

Söfnunarreikningur Hjartaheilla er

Banki 1175 – -05 – 762000

Kt. 511083 – 0369

 

Dagskrá útsendingar Stöðvar 2

Landssöfnun Hjartaheilla  – ríflega tveggja klukkustunda löng söfnunar- og skemmtidagskrá í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 laugardaginn 28. mars.

 

Fram koma valinkunnir tónlistarmenn og grínarar þar sem rauði þráðurinn verður ástin, rómantíkin og allt það sem okkur er hjartfólgnast.

 

Pétur Jóhann, Jón Gnarr, Kjartan Guðjónsson og Brynhildur Guðjónsdóttir leika í nýjum grínatriðum sem samin voru af hópnum og Sigurjóni Kjartanssyni höfundi Fóstbræðra, Svínasúpunnar, Stelpnanna og Ríkisins.

 

Páll Óskar flytur einkunnarlag söfnunarinnar „Þú komst við hjartað í mér". Evróvisjónfarinn Jóhanna Guðrún tekur sígilt íslenskt ástarlag, Milljónamæringarnir og Bogomil Font frumflytja nýtt lag, karlakórinn Voces Masculorum tekur lagið, Jói og Gói grínast og Ilmur Kristjánsdóttir ræðir við gesti og gangandi um ástina.

 

Kynnar verða Heimir Karlsson og Kolbrún Björnsdóttir úr Íslandi í bítið á Bylgjunni, Edda Andrésdóttir ræðir við hjartasjúklinga, aðstandendur þeirra og lækna sem vinna á hjartasjúkdómadeild Landspítalans.

 

Auddi og Sveppi munu svo standa vaktina í símaverinu og tilkynna nýjustu tölur í söfnuninni – eins og þeim einum er lagið.

 

Framleiðandi söfnunarútsendingarinnar er Saga Film og allir sem fram koma gefa vinnu sína og leggja  þar með lóð á vogarskálarnar í þessu mikilvæga söfnunarátaki.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *