Sérstök kvennadeild innan Hjartaheilla

Í kjölfar GoRed dagsins 22. febrúar s.l. í Ráðhúsi Reykjavíkur kom fram sterkur vilji til að stofnuð yrði sérstök kvennadeild innan Hjartaheilla, landssamtaka hjartasjúklinga.

Nefnd var sett í málið og hefur hún ákveðið að stofnfundur verði haldinn 5. maí n.k. í húsnæði SÍBS (gengið inn að ofanverðu).Hvetur stjórn Hjartaheilla og GoRed á Íslandi allar konur sem kynnst hafa sjúkdómnum að eigin raun eða sem aðstandendur að gerast stofnaðilar.   

 

Dagskrá:

20:00 – 20:15

1.   Guðmundur Bjarnason formaður Hjartaheilla setur fundinn, segir frá samtökunum og stýrir fundi

20:15 – 20:25

2.   Ingibjörg Pálmadóttir verndari GoRed á Íslandi

20:25 – 20:35

3.   Bylgja Valtýradóttir upplýsingafulltrúi Hjartaverndar

20:35 – 20:45

4.   Inga Valborg Ólafsdóttir hjúkrunarfræðingur göngudeildar kransæðasjúklinga

20:45 – 22:00

5.   Léttar veitingar í boði Hjartaheillar

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *