Ert þú með þrálátan háþrýsting?

Leitað er eftir þátttakendum í klíníska rannsókn á nýju rannsóknarlyfi

Tilgangur rannsóknarinnar er að athuga öryggi og verkun mismunandi skammta rannsóknarlyfsins við meðhöndlun á þrálátum háþrýstingi, samanborið við lyfleysu og virkt, markaðssett lyf. Aðalrannsakandi er Karl Andersen, sérfræðingur í lyflækningum og hjartalækningum. Rannsóknin fer fram á Rannsóknarsetri Íslenskra lyfjarannsókna ehf. – Encode, Krókhálsi 5d, 110 Reykjavík.

 

Hverjir geta tekið þátt?

• Konur og karlar á aldrinum 18-75 ára með þrálátan háþrýsting. Konur verða að vera komnar yfir tíðahvörf eða hafa undirgengist ófrjósemisaðgerð.

• Einstaklingar á stöðugri þriggja lyfja meðferð við háþrýstingi sem eru þrátt fyrir það með of háan blóðþrýsting. Lyfjameðferðin má vera flóknari, þ.e. fleiri en þrjúlyf notuð, en eitt lyfjanna skal þó vera þvagræsilyf. 

 

Hvað felur rannsóknin í sér?

Þátttaka varir í allt að 14 vikur og gert er ráð fyrir um 13 heimsóknum á rannsóknarsetur á tímabilinu. Heimsóknirnar taka u.þ.b. 1 til 4 klst. Gerðar verða blóðþrýstingsmælingar, bæði á rannsóknarsetri og með notkun blóðþrýstingsvaktara yfir sólarhring. Blóðsýni verða tekin í flestum heimsóknum.

 

Áhætta af þátttöku felst í mögulegum aukaverkunum af notkun rannsóknarlyfsins, bæði þekktum og ófyrirséðum. Ekki er hægt að tryggja að þátttakendur fái tímabundinn bata en niðurstöður rannsóknarinnar geta leitt til framfara í meðferð sjúkdómsins.

 

Greitt verður fyrir þátttöku og rannsóknareftirlit verður þátttakendum að kostnaðarlausu.

 

Frekari upplýsingar

Ef þú hefur áhuga á að taka þátt, vinsamlegast hafðu samband við hjúkrunarfræðing rannsóknarinnar í síma 510 9911.

 

Tekið skal fram að einstaklingar sem svara auglýsingunni hafa á engan hátt skuldbundið sig til að taka þátt í rannsókninni. Ákveði þeir að taka þátt, geta þeir dregið sig út úr rannsókninni hvenær sem er, án þess að gefa sérstaka ástæðu fyrir ákvörðun sinni. 

 

Rannsóknin hefur fengið leyfi Lyfjastofnunar, Vísindasiðanefndar og Persónuverndar.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *