Hjartaendurhæfing hófst á Borgarspítalanum 1986

Hjartaendurhæfing hófst á Borgarspítalanum 1986, og hjartaþjálfun hófst árið 1988 á Landspítalanum. Eftir sameiningu spítalanna árið 2000 hefur verið starfrækt hjartaendurhæfing á Landspítalanum við Hringbraut, þ.e.a.s. hjartaþjálfun og fræðsla.

 

Markmið: Starfsemin kallast 1.stigs eða fyrri hluti 2.stigs hjartaendurhæfing. Tilgangurinn er að aðstoða hjartasjúklinga sem legið hafa á hjartadeildum spítalans við að koma sér af stað með hreyfingu eftir útskrift, fylgjast með svörun hjarta og blóðrásarkerfis við álag og veita aðstoð við að taka á áhættuþáttum. Starfsemin er byggð á klíniskum leiðbeiningum. 

 

Fyrir hverja: Sjúklinga sem eru útskrifaðir af hjarta- lyflæknis eða skurð deildum spítalans og eru taldir hafa gagn af endurhæfingunni.  

 

Fyrirkomulag: Sjúklingum sem liggja á áðurnefndum deildum spítalans er boðin þátttaka í hjartaendurhæfingunni áður en þeir útskrifast. Þjálfunin er 2x í viku og fræðsla 1x í viku. Hver þjálfunartími  er 30 – 45 mínútur og er fylgst með svörun sjúklinga við álaginu. Fræðslufyrirlestrarnir eru 7 og er þar tekið á öllum þeim helstu þáttum sem snúa að heilsu hjartasjúklinganna og hugsaðir til stuðnings við að ná bata.  Með þjálfuninni er fræðslan hugsuð sem liður í annars stigs forvörn. Þjálfunartímabilið er einstaklingsbundið, fer m.a. eftir inngripi en aðallega eftir ástandi og líðan sjúklingsins. Við útskrift er sjúklingum vísað annað í áframhaldandi þjálfun eða veittar leiðbeiningar um þjálfun á eigin vegum.  Meðaltalsfjöldi sjúklinga á árunum 2003 – 2007 var 245.  Það sem af er árinu 2009 hafa 139 einstaklingar hafið þjálfun á hjartagöngudeildinni.  

 

Sólrún Jónsdóttir, sjúkraþjálfari

Ása Dagný Gunnarsdóttir, sjúkraþjálfari

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *