Ávinningur af því að sameina rekstur Landspítala metinn á 19 milljarða króna

Sérfræðingar norsku hönnunar- og ráðgjafarfyrirtækjanna Momentum Arkitekter AS og Hospitalitet AS hafa skilað forstjóra Landspítala skýrslu eftir að hafa farið ítarlega yfir fyrirliggjandi hugmyndir um byggingu nýs háskólasjúkrahúss við Hringbraut.

 

Skýrslan er birt á vef nýs háskólasjúkrahúss ásamt ýmsum gögnum sem lýsa breyttum áætlunum sem þar koma fram um byggingu nýs Landspítala.  Þessi gögn hafa einnig verið kynnt fjölmiðlum og forstjóri spítalans gerir starfsmönnum LSH nánari grein fyrir þeim á fundum 22. apríl 2009.

Skýrslan og gögn sem tengjast henni – www.haskolasjukrahus.is

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *