Átta heilbrigðisstofnanir sameinast um áramótin

Átta heilbrigðisstofnanir verða að einni, Heilbrigðisstofnun Vesturlands, 1. janúar 2010.

 

Heilbrigðisstofnanirnar sem sameinaðar verða eru: Heilbrigðisstofnunin Akranesi, St. Franciskuspítalinn Stykkishólmi, Heilsugæslustöðin Búðardal, Heilsugæslustöðin Borgarnesi, Heilsugæslustöðin Grundarfirði, Heilsugæslustöðin Ólafsvík, Heilbrigðisstofnunin Hólmavík og Heilbrigðisstofnunin Hvammstanga. Þetta þýðir að frá og með 1. janúar 2010, þegar ný stofnun tekur til starfa, tekur Heilbrigðisstofnun Vesturlands yfir réttindi og skyldur samkvæmt ráðningarsamningum starfsmanna, annarra en forstöðumanna.

 

Forstjóra Heilbrigðisstofnunarinnar Akranesi hefur verið falið að hafa með höndum verkstjórn í sameiningarferlinu og ber hann ábyrgð á þeirri vinnu sem framundan er í fullu samráði og samvinnu við forstöðumenn viðkomandi stofnana. Heilbrigðisráðherra hefur gefið út reglugerð um sameininguna.

 

Frétt af vef Heilbrigðisráðuneytisins

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *