Hægt að spara milljarð með ódýrara lyfi

KOSTNAÐARSAMASTI lyfjaflokkurinn hjá Sjúkratryggingum á árinu 2008 var blóðþrýstingslyf en útgjöld Sjúkratrygginga Íslands vegna þeirra námu 991 milljón kr. Komið hefur í ljós að flestir notendur blóðþrýstingslyfja á Íslandi nota angíótensín II blokka þó að til meðferðar sé selt jafngilt ódýrara lyf. Þetta kemur fram í fréttabréfi sem lyfjadeild Sjúkratrygginga Íslands gefur út.

 

ACE-hemlar, angíótensín II blokkar og renín hemlar (skráð á Íslandi í janúar 2008) eru jafngild lyf til meðferðar við of háum blóðþrýstingi. Ekki er munur á lyfjum innan hvors flokks eða milli flokka í virkni við að meðhöndla blóðþrýsting, hjartabilun eða langvinnan nýrnasjúkdóm. Um 30 þúsund Íslendingar nota ACE-hemla eða angíótensín II blokka og þar af eru um 70% sem nota angíótensín II blokka.

 

Morgunblaðið þriðjudaginn 19. maí 2009

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *