Konur hafa líka hjarta

Konur og hjartasjúkdómar.

Nokkrar konur sem þekkja hjartasjúkdóma af eigin raun hafa ásamt hjúkrunarfræðingum af hjartadeild og með stuðningi starfsfólks Hjartaheilla beitt sér fyrir því að stofnuð verði sérstök kvennadeild innan Hjartaheilla.

 

Við vitum að konur eru konum bestar
Við viljum deila reynslu okkar með hver annarri
Við viljum vera til staðar fyrir hver aðra
Við viljum veita hver annarri stuðning
Við viljum fræða hver aðra

 

Við bjóðum ykkur konur á fræðslu- og skemmtifund sem haldinn verður þriðjudaginn 26. maí kl. 20:00 í SÍBS húsinu, Síðumúla 6, gengið inn að ofanverðu.

 

Magnea B. Jónsdóttir sem er sálfræðingur á Landspítala ræðir við okkur
Ein af okkur segir frá upplifun sinni af hjartasjúkdómi
og Þorgeir Ástvaldsson mun létta okkur lífið

 

Frá hjarta til hjarta

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *