Félög hjartasjúklinga á landinu

Allir geta gerst félagar.

Í tímans rás hafa félög hjartasjúklinga verið stofnuð víða um land.

 

Félögin hafa starfað í mismunandi langan tíma en eru öll tengd við Hjartaheill, landssamtök hjartasjúklinga. Bent skal sérstaklega á að allir geta orðið meðlimir í einstökum félögum bæði sjúklingar, áhugafólk og velunnarar samtakanna sem vilja styrkja gott málefni, styðja við bakið á þeim sem þurfa hjálp og stuðning og vilja jafnframt fræðast um hjarta- og æðasjúkdóma og fylgjast með tækni, framförum, meðferð og lækningu á sjúkdómunum og tengdum sjúkdómum.

 

Margir hafa lagt drjúga hönd á plóginn á undanförnum árum og er þeim sérstakalega þakkað þeirra góða og mikilvæga starf. Jafnframt hvetjum við um leið alla þá sem vilja fræðast meira að hafa samband við formenn félaganna eða aðalskrifstofu Hjartaheilla og heyra meira um félögin.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *