Fyrir skömmu var Hlín Lilja Sigfúsdóttir lögfræðingur ráðin til starfa hjá SÍBS og mun starfa þar fram á haustið. Hlutverk hennar verður aðallega að annast lögfræðileg úrlausnarefni í þágu rekstrareininga SÍBS og aðildarfélaga þess.
Þar getur verið um að ræða samningsgerð og álitsgerðir, en einnig réttinda- og hagsmunamál fyrir félagsmenn aðildarfélaganna. Hlín lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands 1999 og meistaraprófi í stjórnun og stefnumótun frá viðskipta- og hagfræðideild HÍ 2008. Síðast starfaði hún sem nefndarritari á nefndasviði Alþingis. Hlín hefur aðsetur í Síðumúla 6 og er boðin velkomin til starfa.