Örfáar upplýsingar um offitu

Á undanförnum áratugum hefur manneldisráð og fleiri aðilar bent á að Íslendingar safni of mikilli umframfitu sem getur valdið þeim óþægindum, vanlíðan og stuðlað að margvíslegum sjúkdómum.

Talið er að nálægt 1.2 milljarður manna í heiminum sé of feitur og eru of feitir nú í fyrsta skipti jafnmargir og vannærðir um víða veröld.

 

Meðalþyngd fólks í fátækum löndum og V-Evrópu hefur aukist til muna og er ein skýringin auknir búferlaflutningar fólks úr sveitum til kyrrsetulífs stórborganna. Í Bretlandi er um helmingur fullorðinna of feitur, en tíðni offitu hefur tvöfaldast á liðnum áratug.

 

Suður-Ameríka fylgir hratt í kjölfarið. Í Brasilíu er 31% íbúanna of feitur og 43% í Kólumbíu þótt milljónir manna í báðum löndum búi við gríðarlega fátækt.

Kínverjar hafa lengi státað sig af mjólkursnauðu heilsufæði og mikilli grænmetisneyslu. Rannsóknir sýna að á síðustu áratugum hafa Kínverjar fitnað til muna. Má nefna sem dæmi að þar í landi jókst hlutfall of feitra úr 9% í 15% á nokkrum árum um og eftir árið 1980.

 

Offita er áhættuþáttur margra sjúkdóma eins og flestir þekkja. Það er reynsla allra þeirra sem grennst hafa að líðan þeirra, líkamleg og andleg, breytist til hins betra. Þeir sem hreyfa sig reglulega og markvisst 20-40 mínútur á dag 4-5 daga vikunnar stuðla að betri líðan, reglulegri svefni, jafnvægi í blóðþrýstingi, góðri meltingu og minnka auk þess áhættu á öðrum sjúkdómum.

ÞSG

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *