Á undanförnum árum hafa félög og félagasamtök óskað í ríkara mæli eftir netföngum félaga sinna en áður hefur tíðkast. Undir ýmsum kringumstæðum getur verið gott fyrir samtök að hafa netföng meðlima sinna til að koma skilaboðum hratt og vel til skila.
Hjartaheill hefur á undanförnum árum gefið út Velferð, málgagn og fréttabréf samtakanna, að meðaltali tvisvar á ári. Í fréttabréfinu hafa birst upplýsingar og fréttir af starfi samtakanna, fræðslufundum og ráðstefnum, en auk þess hafa samtökin auglýst sérstaklega í blöðum og útvarpi þegar almennir fræðslufundir og aðrar uppákomur hafa verið á dagskrá.
Við slíkar kringumstæður getur verið gott fyrir starfsfólk Hjartaheilla að hafa sem flest netföng félaga sinna til að geta sent þeim persónulega fréttir og upplýsingar þegar því er að skipta.
Félagar eru hvattir til þess að senda starfsmönnum skrifstofunnar netföng sín á póstfang: hjartaheill@hjartaheill.is/old