Upplýsingar um ókeypis þjónustu

Helga Þórunn Sigurðardóttir nemi í Tómstunda- og félagsmálafræði við HÍ var í verknámi hjá SÍBS frá áramótum og út mars.  Verkefnið sem hún vann að var að safna saman gögnum og kortleggja þá þjónustu sem einstaklingum í Reykjavík býðst að kostarlausu.

 

Þar sem Rauði Krossinn var að vinna að svipuðu verkefni var ákveðið að samnýta kraftana og vann Helga síðan ásamt Erlu Traustadóttur og Katrínu Jónsdóttur, starfsmönnum Rauða kross Íslands, að safna saman upplýsingum í gagnabanka.

 

Afrakstur verkefnisins var  kynntur þriðjudaginn 31. mars í Rauðakrosshúsinu, Borgartúni 25, og var þá aðgangur að gagnabankanum opnaður. Margir komu á kynninguna, bæði starfsfólk úr heilbrigðisþjónustunni og leikmenn og var mikil ánægja með þetta þarfa verkefni.

 

Upplýsingarnar er hægt að nálgast á heimasíðu Rauða krossins, www.raudakrosshusid.is, „Hvað er í boði“ og til stendur að hlekkur inn á efnið verði settur inn á fleiri heimasíður.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *