Hjartveik börn vilja 21 milljón í skaðabætur frá Landsbankanum

Björgólfur Guðmundsson var í fararbroddi þegar Styrktarsjóðurinn gerði samning við Landsbankann árið 2005. MYND/Landsbankinn

Styrktarfélag hjartveikra barna vill fá 21 milljón í skaðabætur frá Landsvaka og Landsbankanum. Fyrirtaka í dómsmáli sjóðsins gegn bankanum fer fram í dag.

 

Björgólfur Guðmundsson var í fararbroddi þegar Styrktarsjóðurinn gerði samning við Landsbankann árið 2005. MYND/Landsbankinn Jóhann Haukur Hafstein, lögmaður sjóðsins, sagði í samtali við fréttastofu að sjóðurinn færi fram á 21 milljón í skaðabætur þar sem bankinn hefði farið langt út fyrir umboð sitt samkvæmt samningi með því að fjárfesta í peningamarkaðssjóði. „Sjóðurinn gerði vörslusamning við Landsbankann og svona áhættufjárfestingar voru ekki hluti af þeim samningi," sagði Jóhann.

Vísir þriðjudaginn 1. september 2009

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *