Björguðu lífi manns í bakaríi

Sigurður og Svava. Lögregluþjónarnir voru að kaupa sér í matinn í bakaríinu þegar maður um sextugt hneig niður. Þau unnu hetjudáð og björguðu lífi mannsins. Mynd: Rakel Ósk Sigurðardóttir

Tilviljunin ein réð því að lögregluþjónarnir Svava Snæberg og Sigurður Betúel voru í bakaríinu Reynir bakari í Kópavogi þegar karlmaður um sextugt hneig niður þar inni og fór í hjartastopp.

Sigurður og Svava. Lögregluþjónarnir voru að kaupa sér í matinn í bakaríinu þegar maður um sextugt hneig niður. Þau unnu hetjudáð og björguðu lífi mannsins. Mynd: Rakel Ósk SigurðardóttirSnarræði lögregluþjónana, sem hófu strax endurlífgun á manninum, bjargaði lífi hans að öllum líkindum. „Helvíti flott hjá þeim,“ segir starfsmaður bakarísins sem varð vitni að atvikinu.

 

„Við vorum bara að versla okkur í matinn í bakarínu, félagi minn var nýstiginn út þegar ég heyrði skell á bakvið mig og sá að þar var maður sem hafði hnigið niður,“ segir lögreglumaðurinn Sigurður Betúel, en hann og félagi hans Svava Snæberg sýndu mikið snarræði í bakaríi Reynis á Dalvegi á miðvikudagsmorgun, þegar þau björguðu lífi viðskiptavinar í bakaríinu.

 

Það var fyrir algjöra tilviljun að lögreglumennirnir voru staddir í bakarínu á miðvikudagsmorgun á sama tíma og maðurinn. Sigurður og Svava voru að kaupa sér morgunmat, þegar karlmaður um sextugt, sem sat við borð inni í bakaríinu, hneig niður og féll í gólfið, á tímabili var hann hættur að anda og hjarta hans hætt að slá. Að sögn vitna blánaði maðurinn mjög hratt og var greinilega mjög hætt kominn. Sigurður og Svava gengu beint til verks og hófu lífgunartilraunir og segir Sigurður að þær hafi gengið vel.

 

DV föstudafinn 4. september 2009

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *